Manni leiðist þá ekki á meðan.
Síðustu helgi voru gríslingarnir á heimilinu settir í pössun. Mamman og pabbinn fóru á árshátíð hjá Umferðastofu alla leið á Selfoss. Amma og afi komu á Hjallabrautina til að passa- enda ekkert vit í öðru, það er svo mikið sem fylgir svona litlum krakkaormum!
Mamma og pabbi komu heim á sunnudeginum (pabbi svoldið lúinn í hnjánum -hehe) og fóru að spyrja Bjart hvort hann var stilltur hjá ömmu og afa:
Ma&pa:Var ekki gaman að hafa ömmu og afa til að passa ykkur?
Bjartur: Jú.
Ma&pa:Varstu stilltur?
Bjartur: Já..... Ég klemmdi ekki Sunnu. (með afar sannfærandi röddu)
Ma&pa:Nú?
Bjartur: Nei. og hún fór ekki að grenja (áfram mjöööög sannfærandi)
Ma&pa: Ok....Hvar meiddi hún sig?
Bjartur: Æ.... Bara hérna á hurðinni í herberginu mínu...
Búinn að koma upp um sig hehehe
Svo var farið í afmælisveislu hjá flottustu stóru frænkunni.
Gott í bili..
11.10.07
Mikið flýgur tíminn hratt!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli