Þó svo að bolludagur sé liðinn er ég enn að bolla mömmu og pabba- maður má alltaf vona að maður fái eitthvað fyrir það... T.d. á laugardaginn sló ég á rassinn hans pabba og sagði:,,Vaffla, vaffla, vaffla..." og viti menn! ég fékk vöfflu! Ég fékk líka að baka köku með mömmu því Rakel og Sjöfn og pabbi þeirra, hann Snorri, voru í bænum og þau voru svo spennt að koma að heimsækja okkur og sjá Sunnu (og mig auðvitað líka). Dagur, Inga, Máni og Sól komu líka í heimsókn og voru voða ánægð með að ég hafi bakað.
Á öskudag var ég Gríslingur og mér fannst ég svaka flottur. Hefði samt frekar verið til í að vera Spiderman en Gríslingur er samt svo mikið krútt að ég var alveg sáttur. Ég vil endalaust vera í búningnum! Það var rosa gaman að mæta á leikskólann í búning og allir krakkarnir mættu líka í búning. Svo var dansað á Sal og kötturinn sleginn úr tunnunni og þegar ég sló kom fullt af poppi úr tunnunni- það var enginn köttur þar inni!
Sunna var bangsi á öskudaginn. Það er af því að hún á bangsagalla. Hún var líka voða krútt. Hún er orðin svo dugleg og stór. Við erum meira að segja búin að fara í bað saman. En það var bara stutt. Ég bíð spenntur eftir að hún stækki meira því þá getum við leikið okkur svo mikið saman.
Um helgina sótti afi mig til að fara í Haukahúsið- maður lifir í föstum liðum ;o) Svo tókum við því bara rólega um helgina því pabbi var að spila með Kóngulóarbandinu á nóttinni og var hálf þreyttur á daginn...Fengum reyndar góða gesti eins og ég sagði áðan og tókum svo sunnudagsrúnt á sunnudaginn og eins og venjulega flýgur tíminn áfram!
Að lokum: TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ VALGEIR FRÆNDI!!!
Þíjú! -BjArTuR
26.2.07
HALLÓ ;o)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli