Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

28.11.07

Kórastarf

Það hefur verið stofnaður nýr kór í Hafnarfirði- Hóstkórinn. Æfingar eru á Hjallabraut... meðlimir koma sér ekki saman um æfingatímann. Yngsti meðlimurinn vill t.d. helst æfa á nóttinni. Það hefur ekki fengið góðar undirtektir. Versta er að þessi yngsti meðlimur er einnig sá þrjóskasti.....Fólkið er svona farið að segja sig smátt og smátt úr kórnum en þessi yngsti er enn að þrjóskast við þannig að ljóst er að kórinn verður eitthvað starfandi áfram. Farið verður í tónleikaferð austur á Seyðisfjörð um helgina. Þangað fara allir kórfélagar nema einn... og sú ætlar að njóta þess ;o)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það eru líka haldnar æfingar í þessum sama kór á Klettagötunni... næturnar einmitt líka vinsælir æfingatímar hjá kórmeðlimum við litlar vinsældir hjá þeim sem eru búnir að segja sig úr kórnum...