Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

2.3.07

Bjartur er snöggur!

Svana Rós var að passa Bjart og Sunnu og Bjartur fékk þá popp og súkkulaði. Hann sofnaði svo yfir sjónvarpinu og gleymdi að bursta tennurnar. Þar sem hann er svona akkúrat týpa hafði hann svolitlar áhyggjur af þessu. Til að sannfæra sig og mömmu og pabba um að þetta væri allt í lagi sagði hann:,,Karíus og Baktus náðu ekkert að koma í tennurnar mínar því ég var svo rosa rosa snöggur að borða súkkulaðið!"

Engin ummæli: