Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

7.12.07

Hallo?

Þá er hlaupabólan mætt á svæðið. Bjartur er orðinn frekar skrautlegur. Hann er reyndar einum of hress, þetta virðist ekki fara illa í hann... ennþá. Hann er ekki með hita og er svekktur yfir að vera "talinn" lasinn ;o) Má ekki fara á leikskólann þegar það er svo mikið skemmtilegt í gangi.
Sunna smitast án efa fljótlega og vonandi fyrr en seinna því það styttist nú í jól...
Pabbinn á bænum fór útúr bænum. Hann er að fylgja Emil afa okkar til grafar og kemur aftur heim á sunnudaginn. Þá á hann afmæli og það verður að baka flotta köku fyrir hann. Hann verður glaður með það. Hver veit nema að hann fái eins og einn-tvo pakka líka;o)

Gestabókin okkar er biluð....en það má alveg kommenta í staðinn ;O)

2 ummæli:

Logi Helgu sagði...

Já, ég verð sko glaður að fá köku, og glaður að fá pakka eða tvo...en mest verð þó glaður að koma heim og hitta fjölskylduna mína ;)

Helgiebí sagði...

Hæ elsku krúttin mín- nafni og sæta mús. Langaði að þakka KÆRLEGA fyrir sæta jólakorið frá ykkur- svoo gaman að fá mynd af svona sætum og krúttlegum krökkum:) Finnst leiðinlegt að hafa ekki komist í að skrifa eitt EINASTA jólakort í ár... brjálað að gera í prófalestri, en aldrei að vita nema að send verði "nýárskort" eftir 11.jan...hehe! Við Björnó óskum ykkur öllum annars GLEÐILEGRA jóla og yndislegs nýs árs... vonum nú líka að við náum að hittast meira á nýja árinu- VERÐUM!!! Hafið það alltaf sem best krúttin mín og kyssið mö & pa frá okkur. Bestu jóla-bauna-kveðja frá "Bókasleiki og Tölvuskelli" Knúúúúz