Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

9.1.07

Allir með hor...

Já hér á þessu heimili er sko mikið slím þessa dagana... Huggulegt? hehe namm namm.

Bjartur er búinn að vera vel kvefaður í fleiri fleiri daga núna- örugglega náð að smita systur sína því aumingja Sunnulingurinn okkar vaknar alltaf með díbblað neb og mamman skemmtir sér við að sjúúúúga á morgnana.... með þartilgerðu sogtæki. Og svo þarf hún að snýta sjálfri sér. Pabbi er sá eini sem er ekki mikið kvefaður- enda er hann alltaf í vinnunni- við náum ekki að smita hann ;o)
Allt þetta kvef leiddi til hita hjá Sunnunni sem er frekar slæmt fyrir 2 og hálfsmánaða... þannig að ma&pa drifu sig inná Barnaspítala með dúlluna og Balli passaði Bjart á meðan- nei, afsakið- hann var EKKI að passa: hann var Í HEIMSÓKN HJÁ BJARTI! Bara svona svo að það sé á hreinu ;o)
Allavega.... kom í ljós að Sunna er með eyrnabólgu þessi elska.... Það voru tvö gapandi foreldri sem horfðu á lækninn þegar hann sagði þetta! Hún sem sefur og sefur og kvartar aldrei. Maður tengir alltaf eyrnabólgu við organdi krakka sem sefur ekki á nóttunni...En svona var það. Stelpan bara sett á sýklalyf og stíla. Og ekki eldri en þetta. Við skulum vona að þetta sé ekki byrjunin á einhverju svaka ferli... úff.
Við fórum að nefna brósa við lækninn. Að hann væri búinn að vera lengi kvefaður og pirraður og alltaf að hvá. Þá vildi hann endilega fá að sjá hann og kíkja í eyrun hans líka. Við eigum tíma á föstudaginn og skrifum pirringinn á eyrnaverk... og afbrýðisköstin líka hehehe... Annars er maður bara búinn að vera svakalega duglegur og góður við litlu syss- ekkert að vilja hlusta á hana grenja undanfarna daga. Nei, hvað er þetta... hljómar eins og hann sé alveg að tapa sér:o) Hann er voða góður við systu- knúsar bara svoldið fast stundum... ;O)

Um helgina komu Ásdís og Birkir í heimsókn og Bjartmaðurinn var ekkert á því í fyrstu að lána þessum litlu börnum dótið sitt. Hann vill sko hafa allt í röð og reglu, litli maðurinn, og það gengur ekki þegar svona lítil börn leika sér "ekki rétt" með dótið. Það verður stuð á þessum bæ þegar systa fer að vilja leika dótið hans....ehemm....
Eyrún gaf Sunnu æðislegt lítið, bleikt pils sem hún "varð að kaupa á útsölunni". Sem betur fer því mamma fór á útsöluna að versla fyrir alla peningana hennar Sunnu og gleymdi að kaupa á hana pils! Keypti samt allt annað: Kjól, gallabuxur, boli, peysur, sokkabuxur og skó... Þannig að:TAKK FYRIR PILSIÐ EYRÚN :o*

Svona eru nýjustu fréttir af Brautinni nr.23. Allt að komast í rétt horf eftir jólin. Jólatréð komið á haugana og mamman á heimilinu fegin að vera laus við allt jóladraslið....þangað til næst. Bjartur var ekki alveg að skilja að jólin væru bara búin- hélt að þetta hafi verið once in a lifetime atburður. Alltaf að tönglast á því að jólin væru bara búin, já þau eru bara búin... Hann var ekki til í að pakka niður skrautinu og viðurkenna að jólin væru bara búin. Ábyggilega að pæla hvers vegna við værum þá að pakka þessu drasli niður ef jólin voru bara búin- hvers vegna hentum við þá ekki skrautinu eins og jólatrénu?? En varð svo feginn að heyra að þau koma aftur (gleymdist alltaf að nefna að þau koma aftur þegar við vorum að taka niður jólaskrautið). Frábært: maður gerir alltaf ráð fyrir að þessir krakkar viti bara hvernig þetta gengur fyrir sig...

Það fylgja engar myndir núna- eigum inni smá frí eftir jólasprengjuna ehagi? ;o) Myndavélin er samt alltaf á lofti- dónt vörrí

-Krílin

Engin ummæli: