Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

12.2.07

Þá er helgin liðin...

.... alltof fljótt.
Það er svo notalegt að vera í fríi allir saman. Margt var brallað þessa helgi... Fórum í pizzuveislu á föstudagskvöldið. Pabba finnst alltaf gaman að borða annarra manna pizzur- eins og þið vitið er hann ansi duglegur og iðinn við að baka pizzur sjálfur og finnst gaman að "breyta til".
Bjartur fór svo auðvitað með afa í Haukahúsið á laugardagsmorgun. Svo fórum við fjölskyldan í bæinn að kaupa nýjan stórustráka bílstól fyrir strumpinn. Það er munur að vera kominn í nýjan stól sem er með "duddugeymslu" og allt! ;o)
Á laugardagskvöldið vaknaði Bjartur svo með eyrnaverk. Pabbinn hringdi á læknavaktina sem sagði honum að gefa stíl og sjá svo til. Við gerðum það og Bjartur gat sofið um nóttina. Þegar hann vaknaði var honum ekki lengur illt í eyranu- "það er bara skítugt" sagði hann. Þegar við fórum að kíkja í eyrað sáum við að slatti af vökva hafði lekið og storknað í eyranu....hljóðhimnan væntanlega sprungin... og ekki búið að gera meira í málinu því það er varla neitt að gera úr þessu...

Í dag voru pabbi og Bjartur sérstaklega duglegir. Þeir tóku til allan pappírinn sem safnast hefur í blaðakörfuna og fóru með hann "á haugana" eins og Bjartur segir. Þeir fóru líka uppí æfingarhúsnæði að tromma. Þegar þeir komu heim hjálpaði mamma Bjarti að baka köku því hann vildi bjóða ömmu og afa í kaffi. Svo borðaði Bjartur mikið í kvöldmatinn og þá var dagurinn búinn..

Sunna er hætt að vera ungabarn og er orðin svo mikill krakki! Á laugardagskvöldið hélt hún mömmu og pabba vel við efnið með því að hlæja við hvert hljóð sem þau gerðu. Það er æðislegt að heyra hana hlæja svona upphátt. Hún er líka farin að taka svo vel eftir og finnst skemmtilegast að fylgjast með öllu sem Bjartur gerir. Hún er farin að velta sér af maganum yfir á bakið og er aaaaalveg að ná að velta sér af bakinu yfir á magann.
Hún er ákveðin ung dama og ætlar ekkert að taka snuð þegar mömmu hennar og pabba hentar- þá lætur hún sko heyra í sér!
Vonandi koma bráðum myndir hingað inn svo að þið getið séð hvað hún hefur stækkað!

Engin ummæli: