Jæja góðir hálsar!
Við erum alla vega með góða hálsa núna... hehe. Pabbinn á bænum er reyndar slappur en það er mest í nefinu.
Bjartur er nú alltaf á leiðinni á Seyðis- það er orðið svolítið langt síðan síðast...Hann fer inn í forstofuskáp og segist vera farinn á Seyðisfjörð. Hann sest á sófabakið á sófanum inní holi og það er flugvélin hans og hann flýgur þaðan á Seyðisfjörð. Í gær bjó hann til skutlu með pabba og hún var alltaf að fljúga á Seyðisfjörð.... þannig að pabbi pantaði flug fyrir strákinn sinn (og reyndar restina af familíunni líka) og planið er að fara á Seyðis um páskana. Það verður gott að kíkja aðeins á liðið þar og ekki spillir að Sól frænka verður þar líka!
Mamma og pabbi hafa verið alveg í kasti yfir guttanum síðustu daga. Hann er sko alveg að tapa sér í handboltanum.... Er búinn að fara með afa að horfa á HM í Haukahúsinu og líka búinn að fara á Haukaleik. Núna er mest spennandi að leika sér í handbolta og þá vill hann fá lýsingar á því sem hann er að gera. T.d: ,,Kemur Bjartur hlaupandi með boltann, hann stekkur upp! og skooooorar! BJARTUR LOGASOOOOOOOONNNNNN! Þá finnst honum hann vera flottastur og verður aldrei þreyttur á þessu.
Hann er duglegur strákur. Duglegur á leikskólanum, duglegur að leika og pæla í hlutum og voða duglegur með systu- stundum brussulegur en meinar alltaf vel...
Litla systir er búin að læra á röddina sína- eða er reyndar alltaf að æfa sig eitthvað með röddina því hún öskrar og býr til skrímslahljóð öllum stundum. Það er voða sniðugt en getur verið svoldið þreytandi þegar stóri bróðir fer að sofa á kvöldin.... Þá er mín alveg í stuði og er að slípa söngröddina. Þá er stóri bróðir svoldið lengi að sofna...
Hún er búin að fara í sína fyrstu sprautu og heillaði lækninn og hjúkkuna auðvitað alveg uppúr inniskónum. Hún ætlar ekki að verða sama mannafælan og bróðir hennar. Hún brosir til allra sem yrða á hana. Hún er alltaf sama sólskinsbarnið.
Það hljóta nú að fara að koma fleiri myndir hingað inn. Við látum vita þegar það gerist (Helgamma verður þá glöð).
5.2.07
Fréttir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli