Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

22.3.07

Sunna 5 mánaða

Litli Sunnulingurinn okkar er orðinn 5 mánaða og fór í skoðun í dag. Fékk sprautu og svona... og sett í fitun. Já, þó okkur finnist hún vera orðin stór þá er hún ekki nógu stór hehe. Hún samsvarar sér alveg en er lítil. Mamma hennar er heldur ekki stór, eins og hjúkkan benti pent á ;o) Þannig að nú fær hún graut tvisvar á dag með olíu takk fyrir! og hún er bara hæstánægð með það. Þetta er nú alveg sama sagan og með Bjart bróðir hennar...Við bara eignumst ekki stór börn- eða einhverja hlunka. Bjartur var reyndar alltaf langur en Sunna verður ábyggilega alltaf eins og lítil dúkka sem maður getur eeeeendalaust knúsað. Hún er fullkomin eins og hún er.

Nú eru amma og afi í útlandinu og ætla að kaupa eitthvað fyrir Bjart. Þegar hann var spurður hvað það ætti að vera sagði hann:,,ís". Einfalt.
Þannig að afi fer ekki með afastrákinn sinn í Haukahúsið á laugardaginn en það er í fínu lagi því Helgamma er að koma í heimsókn. Bjartur er sko spenntur fyrir því og hann ætlar að sýna henni Sunnu sína. Hann man ekki eftir því að hún kom þegar Sunna var skírð og mömmu fannst frekar sætt þegar hann varð spenntur fyrir komu hennar því hann vildi sýna henni Sunnu.

Engin ummæli: