Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

2.10.07

Velkomin aftur

Þá erum við komin aftur eftir langt frí og bara komin á nýjan stað hér í netheimum. Við skulum sjá hvernig okkur gengur að halda þessari síðu gangandi en eins og þið hafið kannski tekið eftir, þá var hin síðan ýmist inni eða úti og það var frekar pirrandi!

Margt hefur verið brallað síðan síðast en við nennum ekki að fara að telja það allt upp.... þið verðið bara að skoða myndirnar ef þið hafið áhuga- það er nú bara skemmtilegra líka ;o)
Nú eru allir orðnir svo stórir hérna á Hjallabrautinni- Sunna verður bráðum eins árs og Bjartur að verða unglingur hehe... Það gengur vel á leikskólanum hjá öllum- mamman er á Kanínudeild, Bjartur á Bangsadeild og Sunna á Ungadeild. Því miður er ekki tölvudeild fyrir pabbann á leikskólanum ;o) Hann keyrir ennþá til Reykjavíkur í vinnuna en við hin stökkvum bara yfir garðinn og lífið er mun einfaldara fyrir vikið.

Engin ummæli: