Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

29.10.07

Sunna göngugarpur

Sunna litla sem ætlaði aldrei að nenna að læra að standa upp er nú bara farin að rölta um með dúkkukerru! Já, góðir hálsar, hún er nú frekar fyndin svona lítil á töltinu bara hehe. Hún er nú smá óörugg ennþá og þessi kerra er með stífum dekkjum þannig að hún er með góðan stuðning (þýtur ekkert áfram)...en það eru allir að rifna af stolti hérna á Hjallabrautinni! Litla skottan... Svo er hún farin að segja svo mörg orð og syngur afmæli í dag- það eru svo margir krakkar búnir að eiga afmæli núna í október hehe.

Bjartur er líka bara spakur.... alltaf glaður á leikskólanum og vill helst ekki koma heim. Hann var svo mikið glaður þegar Helgamma kom í heimsókn um daginn að hann var bókstaflega hoppandi glaður! Og hann varð líka alveg voðalega leiður þegar amma fór heim aftur....Helgamma saknar líka Tralla litla.

Læt fylgja með nokkur gullkorn frá því í sumar:

Þegar familían fór til Gautaborgar var tekinn bílaleigubíll á flugvellinum og mamma og pabbi rýndu í kort með leiðbeiningum til að komast heim til Palla og Erlu. Það gekk ágætlega að rata og við komumst á áfangastað. Þegar farið var í bæinn eða tívolí eða bara eitthvað á bíl leiddu Palli og Erla okkur áfram og keyrðu á undan okkur. Bjartur hafði miklar áhyggjur af því að við myndum missa af Palla því við rötuðum nú ekki neitt í þessu landi! Við sögðum honum að láta bara okkur um þetta- og við myndum ekkert missa af Palla.... Okkar maður var þá búinn að pæla aðeins í þessu því hann sagði:
,,Ef við missum af Palla þá förum við bara á flugvöllinn".
Mamma:,,Eigum við þá bara að fara heim?"
Bjartur:,,Nei við rötum af flugvellinum!"
--Ekkert smá klár!

Einn daginn fórum við í picknic í Gautaborg. Bjartur týndi marga köngla í fötu sem hann vildi endilega hafa með heim til Palla og Erlu. Hann hélt á fötunni vandræðalaust en þegar við fórum niður stóra malarbrekku þurfti hann báðar hendurnar til að halda jafnvægi.
Mamma:,,Á ég að halda á könglunum fyrir þig niður brekkuna?"
Bjartur:,,já."
Þegar við vorum komin niður segir Bjartur:
,,Mamma, þú segir ekki "halda á könglunum". Þú átt að segja:"halda á FÖTUNNI" því könglarnir eru í fötunni!"
---Hvað getur maður sagt? Hann hefur furðu oft rétt fyrir sér drengurinn....

Engin ummæli: