Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

7.11.11

Maður saknar ekki einhvers sem maður veit ekki að er til, er það?

Bjartur var að horfa á náttúrulífsþátt um fólk sem býr hátt uppi í trjám regnskóga og byggir sér hús þar uppi. Þátturinn sýndi hversu einfalt líf þessa fólks er og eitthvað fannst okkar manni þetta vera flott líf. Klifur og alls kyns kúnstir við að kveikja eld og svona sem 7 ára strákum finnst svakalega spennandi. Hann segir:"Oh, ég vildi að ég byggi þarna."
Eitthvað fannst okkur foreldrunum þetta fyndið- tölvu og legosjúklingurinn sjálfur!
"Þarna er sko engin tölva!" heyrðist í gamla fólkinu.
Þá segir gáfnastrumpurinn:"Já ef ég byggi þarna þá myndi ég ekkert vita af tölvum, þannig að....."
Hann kláraði ekki einu sinni setninguna. Þetta lá bara í augum uppi!

Engin ummæli: