Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

11.10.11

Dagný Logadóttir orðin 3 ára!

Litla kellingin var vakin eldsnemma í morgun af allri fjölskyldunni. Hún var lengi að vakna, aldrei þessu vant. Mátti svo leita sjálf að afmælisgjöfunum sem systkini hennar voru búin að kaupa handa henni. Sú leit gekk fljótt og vel og var þá sett í 5. gír því drífa þurfti liðið í föt og af stað í skóla/leikskóla.
Daman fékk auðvitað að baka sjálf þegar í leikskólann var komið og valdi hún að hafa kremið bleikt. Hún fékk svaka fína glimmer-HelloKitty-kórónu og afmælissöng og naut þess að vera aðalnúmerið í dag ;o) ....ekki það að hún sé það ekki alltaf! hehe.
Þegar heim var komið lék hún sér með afmælisgjafirnar frá krökkunum og beið þess að matargestirnir kæmu. Amma&afi, Balli og Valgeir&Þyrí voru boðin í afmælismat sem afmælisbarnið mátti velja og bauð hún uppá dýrindis grjónagraut, flatkökur með hangikjöti og slátur. Í eftirrétt var svo súkkulaðifondue með ávöxtum.
Kvöldið endaði með afmælisbaði eftir að hafa verið með danssýningu fyrir gestina og eftir að hafa leikið sér eeeeendalaust með gjöfina frá ömmu&afa. Búðarkassi með kallkerfi og færibandi og ég veit ekki hvað og hvað... svo spennandi dót að ekki gafst einu sinni tími til að tala við Helgömmu sem hringdi auðvitað í afmælisbarnið í tilefni dagsins! Daman sofnaði svo ofursátt og ofurvært eftir daginn sinn með það á vörunum hvað hún elskar ömmu og afa mikið :O)

Engin ummæli: