Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

21.11.11

Hjallabraut-íska

Dagný er skrautleg, það verður ekki af henni tekið. Svo er hún líka svo "dóminerandi" týpa að ef hún segir einhverja vitleysu öpum við það upp eftir henni. Þannig að nú segja allir hér á Hjallabrautinni (þeir sem kunna að tala):
Afskaði í staðinn fyrir afsakið.
Handborgari í staðinn fyrir hamborgari.
Piparpukur í staðinn fyrir piparkökur.
Heimsnokk í staðinn fyrir heimsókn....

Hvað ætli þessi skörungur verði þegar hún verður stór? ;o)

1 ummæli:

Logi Helgu sagði...

Og snakkstöng í staðin fyrir saltstöng =)