Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

23.8.11

Sindri kominn með tönn.

Það er nú best að skrásetja það svo maður muni þetta ;o)
Drengurinn er búinn að hafa mikið fyrir að poppa þessari tönn upp. Þ.e.a.s. hefur haft mikið fyrir að gráta og vera pirripú. Mamman hefur aðallega fundið fyrir því. Ekki getað lagt hann frá sér nema augnablik, rétt til að ganga frá þvottinum. Nú hugsar Grandma Bench: "meiri lygin, ég er alltaf að ganga frá þvotti þarna!" en þvotturinn er bara svona mikill mamma mín!! ;o)
Svo er bara að vona að ekki verði eins mikið fyrir næstu tönnum haft.... svona eins og að fæða fyrsta barnið: það er erfiðast og ryður leiðina, vont en það venst og allt það

Engin ummæli: