Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

3.12.11

Ungfrú Dagný Skrípó

Dagný vildi fá að sofna í mömmurúmi og auðvitað var það alveg sjálfsagt. Nema litla skrípóstelpan læðist svo inní sitt herbergi og er að ná sér í bækur til að lesa. Mamman nappar hana og segir henni að það sé ekki í boði að lesa í mömmurúmi núna. Klukkan orðin svoldið margt og skrípóið átti að sofna sem fyrst. Henni var nú samt boðið að lesa í sínu eigin rúmi (mamman alveg viss um að hún myndi afþakka það því mömmurúm er alltaf best) en hún þáði það... Skreið með nokkrar bækur uppí og lét fara vel um sig. Svo heyrist ekki meira í henni það kvöldið og mamman alveg viss um að hún hafi sofnað yfir bókunum.
Svo þegar mamman sjálf ætlaði að skríða uppí rúm fann hún skrípóstelpuna þar, steinsofandi og með bækurnar sínar! Best var að hún sofnaði með eina í fanginu:"Ungfrú Ráðrík"....
Svo var hún spurði útí þetta morguninn eftir:
Mamma:"Dagný af hverju fórstu með bækur í mömmurúm?"
Dagný:"Bara...."
M:"En ég var búin að segja nei."
D:" Já en þú sást mig ekki...."
Gerði greinilega ekki ráð fyrir því að vera nöppuð steinsofandi með sönnunargögnin allt í kring ;o)


Engin ummæli: