Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

15.8.11

Dagný dúll, mamma klikk

Dagný dúll er ekki kölluð dúll fyrir ekki neitt. Auk þess hversu mikil dúlla hún er, kann hún sko að dúlla sér!
Og hún var að dúlla sér við litlu fígúrurnar sínar einn morguninn og hlustaði ekki nógu vel á mömmu sína þegar hún var að biðja hana um að flýta sér:
Mamma:"Dagný, komdu og drífðu þig að borða morgunmatinn þinn."
Dagný:"Já, ég er bara aðeins að leika mér."
M:"Nei, komdu strax. Við erum að fara svo í leikskólann. Sýndu nú dýrunum þínum hvað þú ert dugleg að borða. Þau langar svo að sjá hvað þú ert dugleg. Þau segja: Dagný, komdu að borða. Sýndu okkur."
D:"NEI. Þau kunna ekki að tala!!!!! (alveg með sinni kröftugu hneykslunar rödd).
Mamman aaaaaaaalveg að missa þolinmæðina....
Dagný heldur áfram að dúlla sér og spjallar við dýrin og þau "svara" henni.
M:"Nú? Kunna þau NÚNA að tala?
D:"NEI!! ÉG er að segja þetta!!" Enn hneykslaðri á auðtrúa mömmu sinni.

1 ummæli:

Logi Helgu sagði...

Hún er alltaf í sínum eigin heimi, oftar en ekki þegar hún kallar "Pabbi" og ég svara er ég skammaður um hæl að hún sé að leika sér og tala við dótið.