Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

18.12.03

Eins gott að ég svaf mikið

Mamma er að fá vinkonurnar í heimsókn í kvöld sem þýðir að ég fæ ekki frið til að sofa fyrr en seint í kvöld. En mamma þurfti ekki að mæta fyrr en seint í dag þannig að ég fékk lengri nætursvefn en vanalega á virkum degi. Enda veitir ekki af því nú stendur mikið til á næsta ári, þá fara mamma og pabbi með mig í myndatöku þannig að þessa dagana er ég að vinna í því að snurfusa mig. Alltaf að æfa hendurnar svona að ég komi nú vel fram á mynd. Þannig að kvöldið verður tekið í æfingar á ýmsum atriðum, jafnvel ég æfi mig að borða og þarf að passa mig á þessum nöglum sem eru komnar á puttana.

Engin ummæli: