Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

15.12.03

Erfið nótt

Þessi nótt tók eitthvað mikið á, mamma er líka búin að vera á fullu alla helgina. Á föstudaginn var hún morðingi í moðingjapartý og það róaði hana nú ekki mikið. Ekki bætti úr skák að hún var ekki sátt við málefnalega umræðu pabba og fleiri síðar um kvöldið. Á laugardaginn var svo búðarráp og um kvöldið fórum við í Steinahlíðina þar sem það var strákapartý hjá pabba...hann þurfti eitthvað að ganga í barndóm með félögunum. Sunnudagurinn var letidagur að vanda, en nóttin var eitthvað óþægileg, það fór illa um okkur mömmu og ég var ekki alveg til í að fara á fætur í morgun, en lét til leiðast þegar mamma dröslaðist á lappir.

Engin ummæli: