Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

4.12.03

Fær maður ekkert að sofa?

Hvaða voða ferð á mömmu þessa dagana. Ekki nóg með að farið er með mann að passa Svöluna fram á þriðjudagsnóttina heldur var miðvikudagurinn ekkert betri. Þá var farið að hitta "stelpurnar", veit nú ekki hvað mamma er alltaf að tala um "stelpurnar", fyrir mér eru þetta bara kellingar, miklu eldri en ég. En það var s.s. farið með mig að hitta allar "stelpurnar" og það er ekki möguleiki að slappa af með allt þetta gjamm í kringum sig. Ég var farinn að efast um geðheilsu mína þegar leikar léku sem hæðst. En síðan þegar átti að fara heim þá þurfti mamma að vera aðeins lengur. Ég var ekki kominn heim fyrr en að ganga 1, AÐ GANGA EITT, hvað heldur hún að ég sé, 2 ára? En hún er að bæta mér þetta upp með reglulegum miðdegislúrum til að vinna upp þessa lífsreynslu.

Engin ummæli: