Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

24.11.03

Halló halló

Var ekki bara farið með mig í fyrstu skoðununa í dag, þetta var nú stórmerkilegur dagur, og ég þrufi að skarta mínu fínasta. Ekki úr miklu að velja en þessi fylgja hérna er alveg að duga. Ljósmóðirin var mjög róleg og ætlaði aldrei að koma sér í það að setja mig í hátalarakerfið. Það var nú meiri eltingaleikurinn að komast í míkrafóninn, hún var alltaf að hreyfa hann til og frá þannig að ég var orðinn óður. Síðan loksins gafst hún upp til að útskýra fyrir mömmu og pabba hvað það væri mikið mál að finna mig, þá gat ég komið mér fyrir undir míkrafóninum og allir heyrðu í mér. Kröftugur hjartsláttur, en ég er alveg búinn eftir eltingaleikinn við athyglina.

Engin ummæli: