Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

25.12.03

Ekki pota í mig...

Hvað á þetta að þýða...fór með mömmu í bað í gær, hún þóttist nú vera að fara með mig í bað, en ég vildi fara í bað þannig að ég dró hana í bað...en við fórum s.s. í bað og þá potaði hún allt í einu í mig þegar ég lá þarna í mestu makindum...og auðvitað sparkaði ég til baka, en ég hefði betur sleppt því...þetta er ekkert smá mál að ég hafi loksins látið vita kröftulega af mér. Mamma sá þegar að ég sparkaði til baka og það er búið að vera aðal málið í gær og dag...þrátt fyrir að það sé aðfangadagur þá virðist ég vera mun áhugaverðara heldur en alltaf gjafirnar og maturinn...en foreldrar mínir hafa nú verið duglegir þar líka...pabba kann sér ekkert hóf þegar kemur að mat og étur alltaf á sig gat...þyrfti nú aðeins að taka hann í gegn, en hann hefur nú afsökun, hann er orðinn gamall :)

Engin ummæli: