Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

14.11.12

Hugsuðir... gamlir og nýir

Bjartur eitthvað að pæla... eins og venjulega:"Mamma? Alltaf, sko ALLTAF, þegar maður leggur saman tvær oddatölur fær maður út slétta."
Mamma: "já, er það?"
Bjartur:"Já! það er bara svoleiðis."
Mamma:"Hvernig?"
Bjartur:"Bara. Þegar þú tekur einn af oddatölu og einn af hinni oddatölunni.... þá bara eru sléttar eftir og svo er einn plús einn sama og tveir..." (stundum vildi maður sjá inní hausinn á honum)
Mamma:"Já! Og varst þú bara að fatta þetta?"
Bjartur (frekar hneykslaður):"Já! ...eða ekki bara ég. Heldur einhver annar. Fyrir mörghundruð árum..."

Engin ummæli: