Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

14.3.12

Dagný og afskaði...

Hef áður sett hingað inn færslu um það hvernig Dagný skrípó heyrir ekki muninn á afsakið og afskaði... Þessi meinloka er enn við lýði:

Mamma ropar og segir: "afskaði" (þetta er orðið fast í manni)
Dagný hneyksluð: "mamma ekki afskaði heldur afskaði".
Mamma: "já ég sagði það". ;o)
D: "nei þú sagðir vitlaust"
M: "en þú?"
D: "nei…"
M: "má ég heyra?"
D: "……..nei ég var ekki að ropa..."
Kannski er hún aðeins farin að kveikja á perunni hehehe...

Engin ummæli: