Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

28.3.12

CPR

Dagný vaknar yfirleitt ofurhress á morgnana. Einn morgunninn var hún send inn til Sunnu til að vekja hana. Það reyndi hún, fyrst ofur varlega og sætt:"Sunna? vaknaðu."
Sunna svaf áfram.
Dagný aðeins hærra:"Sunna?"
Aftur hálf gargandi:"Sunna! VAKNAÐU."
Kallar svo fram: "Mamma. Hún vaknar ekkert! Á ég að gera svona?" Setur hendur saman og byrjar hjartahnoð.... á öxlinni á Sunnu reyndar, en það má reyna allt!

1 ummæli:

Logi Helgu sagði...

Eitthvað þarf að gera þegar fólk vaknar ekki ;)