Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

14.11.12

Hér. Þar. Allstaðar.

Þegar Dagný er sótt á leikskólann biður hún yfirleitt um að fara eitthvað í heimsókn. Þegar mamman segir að við séum bara að fara beint heim vill hún þá fá einhvern í heimsókn til okkar... Oft spyr hún líka hvort einhver sé heima og bíði eftir okkur... Amma er efst á óskalistanum, svo Lilja frænka og svo einhverjir vinir.
Einhvern tímann kom Sunna með að sækja krakkana í leikskólann og Dagný byrjar að rukka um heimsóknir, smitar Sunnu og hún vill þá líka fara eitthvað...til ömmu&afa, Lilju, Jönu Maríu og bara hvert sem er! Þá segir mamman(þreytt á þessu):"viljiði bara vera allstaðar annarsstaðar en heima hjá ykkur?"
"JÁÁÁ!" Fagna þær báðar, eins og þetta sé mjög góð hugmynd. ;)

Engin ummæli: