Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

11.2.04

Pabbi kom snemma heim

Pabbi fór í íþróttir eftir vinnu, og ætlaði síðan á tónlistaræfingu þannig að við mamma áttum ekkert von á að sjá hann fyrr en seint í kvöld...en síðan birtist hann bara snemma í kvöld. Það var nú ekki verra þar sem við mamma vorum farin að spá hvað ætti að borða og fyrst pabbi var kominn heim var haldið uppá það með pizzu. Reyndar ekki pabbapizzu heldur bara einhverri skyndibitapizzu en þær standa alveg fyrir sínu...væri alveg til í pizzu með eplamauki, þarf að koma því í gegn. Held að það gæti virkað vel á kríli eins og mig :)

9.2.04

Úff...þreytan

Það var nú nóg að gera í gærkvöldi. Fengum gesti en ég fékk nú lítið tækifæri á að sýna mig, en fékk gott að borða. Síðan var spilað fram á nótt, og ég var aðeins of sybbinn í morgun til að nenna þessu og mamma var alveg til í að sofa lengur. Pabbi reif sig á fætur og fékk sér að borða án okkar, og lagðist svo á meðan við borðuðum...en mamma þarf bara að vinna í 3 tíma, síðan brunum við heim og leggjum okkur fram yfir hádegi :)

3.2.04

Hlaupasprettur

Það var nú rólegi hlaupaspretturinn tekinn í kvöld. Mamma dottaði yfir sjónvarpinu í heimsókn hjá Lilju&Svölu og ég var hálf utan við mig yfir sjónvarpinu. Enda var þetta ekki bara sjónvarp, heldur á bíótjaldi. En þegar við komum heim fór mamma í bað, og mér finnst það svo gaman. Tók þennan líka rosa sprett um allan magann, fram og aftur alveg heil lengi...síðan þegar við vorum komin inní rúm fór pabbi að róa mig og ég sofnaði fljótt.

31.1.04

Ís"kalt"land

Það er nú gott að vera í mömmumaga þegar að svona kallt er úti. Við komum heim í dag rétt fyrir sjö og þá var pabbi kominn heim. Fjölskyldan fékk sér svo lúr saman í næstum 2 tíma og kvöldmaturinn var í minni kantinum, enda vorum við mamma búin að borða vel í heimsókn okkar til Hlían í dag. Gústaf Bjarni og Emil Gauti voru líka með, en mér tókst ekkert að ná sambandi við þá, verð að bíða þar til ég er kominn úr mömmu þangað til ég get leikið við þá.

22.1.04

Ammæli

Fór með mömmu í afmæli í kvöld. Það er bara langt síðan ég hef hitt pabba, alltaf eitthvað á ferðinni með mömmu. Hittum hann nú aðeins áðan, þá var hann að koma úr innkaupaleiðangri, var að kaupa fullt af DVD myndum, reyndar bara eina teiknimynd, Ice Age, en hún er reyndar ekki með íslensku tali þannig að ég hef ekki gaman af henni alveg strax. Linda sá myndirnar af mér og hún segir að ég sé strákur.

21.1.04

Mamma veik?

Mamma var heima í dag. Hún var með hausverk og engan vegin gat hún farið í vinnuna í morgun, þannig að við áttum rólegan dag. Síðan hresstist hún með deginum og farið var í gönguferð og klippingu. Pabbi sótti okkur við fórum öll heim. Síðan var farið á kaffihús....aftur...með stelpunum...ég sem ætlaði að eiga rólegt kvöld. En nei. Það kom ekki til greina að hittast heima hjá mér og hafa það huggó...ó nei, það þarf að gellast niðri miðbæ Reykjavíkur, annað er nú ekki kellingum sæmandi. Ég skil ekkert í þeim.

20.1.04

Ný föt

Mamma var að versla ný föt, og á morgun er farið í klippingu. Það mætti bara halda að ég væri á leiðinni í heiminn í næstu viku, mín að gera sig fína og alles. En það er nú bara rólegt hjá mér, dunda mér við að snúa mér og svona, en þetta er nú aðallega að hvíla sig og stækka í rólegheitunum.