Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

24.11.06

Skírnin mín

Sunnudaginn 19. nóvember síðastliðinn gekk í garð með látum. Þegar Bjartur og pabbi fóru fram sáu þeir fullt af snjó úti. Þeir fóru á Víðistaðatún að renna og þá skall á blindhríð þannig að pabbi þurfti að halda á Bjarti heim og draga sleðann. Nokkur stopp voru tekin á göngunni í óveðrinu en heim komust þeir feðgar á endanum. Allt var meira og minna ófært og fór pabbi um hádegið út að sækja skírnarkökuna mína. Það tók hann góðan tíma að komast af bílastæðinu og festist hann fjórum sinnum á leiðinni. Á endanum komst hann heim og með dugnaði tókst að koma öllu tilheyrandi og gestum í tæka tíð fyrir skírnina kl. 15. Henný frænka spilaði á fiðlu og síðan spilaði Þröstur undir í skírnarnarsálinum. Bragi prestur skírði mig alveg eins og hann skírði Bjart stóra bróður heima hjá okkur í stofunni. Mömmu hafði dreymt að ég átti að fæðast á sunnudegi og þaðan kom upphaflega hugmyndin af nafninu mínu. En einnig þegar pabbi var á leið til Vestmannaeyja um daginn var hann á Þorlákshöfn og sá þá tvo húsbíla sem voru merktir, annar hét Bjartur og hinn Sunna :)
Hérna má sjá boðskortið í skírnina mína ;)
-Sunna

Engin ummæli: