Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

16.11.06

Bráðum fær systa nafn

Systa litla fær nafn um helgina og höfum við fengið góða hjálp frá vinum og vandamönnum. Ég er nú ekki alveg búinn að samþykkja og vil bara að hún heiti "systa"!
Systa er rosalega dugleg að sofa og búin að stækka helling síðan hún kom fyrir þremur vikum. Sumum finnst hún vera alveg eins og ég, sumum alveg eins og pabbi og öðrum alveg eins og mamma. Ég held að hún sé bara góð blanda af okkur öllum ;)
Pabbi setti loksins inn nýjar myndir og hægt er að sjá þær á myndasíðunni okkar. Þarna eru myndir af mér að tromma uppí æfingarhúsnæðinu hans pabba, en við feðgar höfum farið nokkrum sinnum uppeftir og leyfði Siggi( sem trommar í hljómsveit með pabba ) mér að spila á trommurnar. Pabbi leyfir mér samt bara að nota bjuða( ímyndaðu þér trégrillpinna bundna saman ) þ.s. þá eru ekki jafn mikil læti í mér þegar við erum að spila og æfa okkur.
Ég bíð spenntur eftir að snjórinn komi svo ég geti farið út á sleða að renna með pabba. Hélt hann myndi koma um daginn. Það snjóaði smá og pabbi sagði að kannski kæmi meiri snjór daginn eftir. Hann var líka eitthvað að tala um að það gæti komið rigning og tekið snjóinn en ég hlustaði ekki á það. Stökk á fætur daginn eftir og við feðgar litum út um gluggan og þá var enginn snjór. Ég var frekar leiður og fór næstum að gráta því mig langaði svo mikið að fá mikinn snjó. Helgamma er víst búin að fá fullt af snjó á Seyðisfirði og kanski kemur hún með hann með sér á morgun ;)
-Bjartur

Engin ummæli: