Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

12.11.06

Nýjar fréttir...

Jæja, það er nú ekki hægt að segja að maður sé duglegur að skrifa inn fréttir og setja inn myndir... :o/ en það komu þó loksins nýja myndir inn í dag ;)

Maður fer eiginlega bara hjá sér þegar maður sér hvað maður var virkur í þessu þegar Bjartur var lítill.... Nýtt myndaalbúm í hverri viku og svona.... ehemm... Ekki alveg að standa okkur með dótturina. Okkur til varnar- þá er meira að gera núna.. Þegar Bjartur var lítill höfðum við greinilega ekkert að gera ;o)

Annars er hún Sunna litla algjört sólskinsbarn. Hún bara sefur allar nætur og drekkur vel og þyngist vel og er farin að brosa til okkar og hjala smá. Við skiljum ekki alveg þennan þroska því hún er alltaf sofandi hehe. Bjartur stóri bróðir er voða góður við hana og vill helst alltaf kúra með hana. Hann á þó stundum alveg sín frekjuköst og sýnir okkur stæla... Maður er líka bara tveggja... Það sem hefur hjálpað honum (og okkur) mikið eru elsku amma og afi. Þau eru nú alveg ómissandi fyrir svona litla gutta.... Og ekki séns að mamma eigi hann- AFI á hann! og hana nú! Samt er maður nú ansi mikill mömmustrákur þessa dagana.

Við erum ennþá alveg bit yfir allri hjálpinni fyrir skírnina. Þetta er alveg ómetanlegt! Að eiga svona góða fjölskyldu og vini! Þúsund þakkir til ykkar allra :o* Dagur áttaði sig alveg á þessu eftir veisluna- hann sagðist ekkert ætla að þakka Loga fyrir sig- eina sem hann gerði var að hleypa sér inn! Hehehe og það var alveg rétt. Við gerðum minnst...
Þetta var afskaplega vel heppnað fannst okkur. Þröstur og Henný spiluðu listavel, kræsingarnar voru æðislegar og gestirnir frábærir ;o) Þetta leit nefnilega ekki vel út á sunnudagsmorguninn. Þvílíkur snjór allstaðar og pabbinn fastur á planinu fyrir framan bakaríið, afinn og amman komust ekki úr bílageymslunni og þar fram eftir götunum.... Við sáum fram á að fresta þessu bara... en þetta hafðist. Stelpan fékk nafnið sitt og eru bara allir ánægðir með það. Hún fæddist á fyrsta vetrardegi, var skírð þegar fyrsti snjórinn kom (og ekkert smá af honum) og hún heitir Sunna- ekki Snæfríður hahaha...

Engin ummæli: