Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

4.11.06

Pabbi nuddari

Bjartur stóri bróðir fór til afa&ömmu að gista í nótt, en hann og afi ætla að fara í íþróttaleikskólann í fyrramálið. Þau( og Valgeir ) komu í Logapizzu í kvöld og Bjartur vildi endilega fara og gista hjá þeim. Ég var nú óskaplega þreytt og vildi helst bara sofa í allt kvöld, en ég samþykkti á endanum að kíkja í smá mat. Fékk nudd hjá pabba að vanda og verð að segja að ég farin að kunna svoldið vel við það...sérstaklega þegar pabbi nuddar bakið. Það fannst mér rosa gott í kvöld. Lét bara fara vel um mig á maganum og pabbi nuddaði mig vel og lengi. Ma&pa voru alveg gáttuð á því hvað mér þótti þetta gott. Síðan fékk ég mér vel að borða og hélt áfram að sofa...er svoldið letidýr ;)

Engin ummæli: