Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

5.11.06

Erfiður dagur

Ég gisti hjá ömmu&afa í nótt sem mér þykir alltaf gaman. Ég vaknaði nú reyndar og vissi ekkert hvar ég var staddur, en það var allt í lagi þegar ég áttaði mig á því að afi&amma voru hjá mér. Við afi mættum of seint í íþróttir í Haukahúsinu í morgun ... við gleymdum okkur í bókalestri ;)
Fór með mömmu í afmæli til Júlíu Kristínar og það var rosalega gaman. Pabbi var heima með systu. Vitiði hvað Júlía Kristín er orðin rosa stór, miðað við litlu systur þá er hún alveg að vera fullorðin ;) Í afmælinu fékk ég pizzu og hitti Emil Gauta og Gústaf Bjarna vini mína, við vorum í boltaleik og Gústaf Bjarni er svo sniðugur að ég hló endalaust mikið =)
Þegar við mamma vorum á leiðinni heim sofnaði ég. Rankaði við mér þegar pabbi var að halda á mér inn í rigningu og roki og var ekki alveg sáttur. Lék mér svolið og svo fór ég í bíltúr með pabba. Sofanði aftur og vaknaði þegar pabbi hélt á mér inn í sama leiðindaveðrinu. Var hundfúll þegar inn var komið og ekki í skapi fyrir neitt. Ma&pa héldu að ég væri að verða lasinn, en ég var bara pirraður. Þegar ég var fullvaknaður var ég kominn á fullt í hopp&skopp um íbúðina og fór seint að sofa því það var svo mikið að gera ;)
-Bjartur

Engin ummæli: