Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

10.11.06

Elsku vinir og vandamenn

Takk fyrir allar kveðjurnar sem þið hafið sent okkur í símann, á síðuna og gegnum aðra vini og kunningja!! Þið eruð æðisleg og gaman að vita af svona stórum hópi í kringum okkur. Þúsund kossar til ykkar til baka ;o) :o* Þúsund þakkir líka fyrir hjálpina við nafnavalið.... það gengur samt hægt að velja nafn á svona litla sæta stelpu... Hvað er eiginlega nógu flott fyrir hana?? ;o) Það hlýtur þó að vera hægt að finna fallegt nafn en þangað til er hún kölluð Systa... Nú er Systa orðin vikugömul og allt gengur eins og í sögu. Hún er voða dugleg að drekka og þyngjast og er vær og góð. Aðalmaðurinn á heimilinu er líka duglegur en maður á bágt með sig stundum.... Ekki gaman að hafa allt í einu lítinn krakka hangandi á brjóstinu á mömmu þegar hún Á að koma í fótbolta! En samt gætir hann litlu systur eins og sjáaldurs augna sinna... hendir dóti- en Systa fær að vera í friði. Það hjálpar líka að eiga svona flottan pabba sem er til í að gera ýmislegt með manni- og ömmu og afa sem eru alltaf tilbúin til að hjálpa. Þannig að maður á nú ekki svo mikið bágt....er ennþá PRINSINN þó að lítil prinsessa hafi bæst við ;o)

Engin ummæli: