Við feðgar fórum á Maxímús Músíkús í dag. Ekki á hverjum degi sem farið á tónleikana hjá Sinfóníunni og var þetta mjög skemmtilegt. Þegar við komum inn voru barnasinfónínuhljómsveit að spila og Maxímús og Barbara að dansa fyrir gesti. Bjartur var mikið að spá af hverju Maxímús væri með putta alveg eins og hann ;)
Tónleikarnir byrjuðu og við fengum söguna af Maxamús alveg beint í æð með öllum hljóðfærum höfðum gaman að. Mátulega löng sýning f. Bjart og nóg að horfa og hlusta eftir allan tíman þannig að þetta var ánægjuleg sýning og erum við hæstánægðir með að bætt var við annari sýningu ;)
17.5.08
Maxímús Músíkús
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hæ, hæ aftur
Við hefðum verið til í að fara suður bara til að sjá þessa sýningu en mamma frétti ekki af henni fyrr en allt of seint - svona er þetta víst -
Fórum samt í vikunni á Einar Áskell og það var algjört æði fyrir bæði börn og fullorðna.
Sjáumst vonandi sem fyrst
Knús frá okkur
Ari og co
Skrifa ummæli