Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

16.5.08

Vatnaveröld

Á seinustu tvemur vikum höfum við farið tvisvar í Vatnaveröld í Keflavík( Reykjanesbæ ) sem er afskaplega skemmtileg sundlaug fyrir svona lítið fólk eins og okkur ;)

Bjartur er óhræddur við vantið þegar hann er kominn með sundgleraugun á nefið sem Helgamma gaf honum í sumargjöf. Sunna er alltaf að færa sig uppá skaftið og var farin að renna sér, með hjálp pabba, í seinna skiptið og ekkert á því að fara þegar hún var búin að uppgötva hversu gaman það var.

Ásdís og Birkir hafa komið með okkur í bæði skiptin og þeim finnst alveg jafn gaman og okkur. Í seinna skiptið vorum við reyndar farin af stað þegar þau frétta að við vorum á leiðinni til Keflavíkur. Þau voru nú ekki lengi að ákveða að fara með foreldra sína í sund og fljót að ná okkur, enda vorum við bara hin rólegustu í búðarferð á meðan því Bjartur var kominn með gat á sokkabuxurnar og mamma ekki alveg til að láta það fréttast ;)

P.s. eitthvað af nýjum myndum á myndasíðunni ;)

Engin ummæli: