Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

17.5.08

Keppnis-bíll

Í bílnum í dag var pabbi að útskýra fyrir Bjarti að bílar gengu fyrir mismunandi orku.

Pabbi: "Sumir ganga fyrir bensíni og eru bensínbílar, aðrir fyrir rafmagni og eru rafmagnsbílar og enn aðrir sem ganga fyrir vetni og eru vetnisbílar".
Bjartur: "Sumir ganga fyrir keppni",
Pabbi: "Ha, ganga fyrir keppni?" og rekur upp stór augu.
Bjartur: "Já, keppnisbílar, þarna gabbaði ég þig".

1 ummæli:

Unknown sagði...

ég elska ykkur öll krílin mín fimm!
Helgamma