Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

14.5.08

Bjartur STÓRI bróðir--veit allt

Bjartur fékk að vita af litla barninu í maganum á mömmu síðustu helgi. Mikið varð hann nú glaður og knúsaði bumbuna. Svo hljóp hann fram og náði í albúmið hennar Sunnu, fann þar mynd af Sunnu nýfæddri og benti á naflastúfinn:,,Mamma. Þarna var naflastrengur. Þannig fær barnið að borða og ALLT sem þú borðar fer þarna í gegn...... það fer reyndar smá í magann þinn."
Það er nú gott að stóri strákurinn passi uppá þetta allt saman. Verst ef mamman þarf að fara að laumast til að borða súkkulaðið því lítil börn mega nú ekki fá svona mikið súkkulaði!

Annars er þetta stelpa og hún á að heita Sunna. Eeeeeef þetta er strákur á hann að heita Bjartur. Það er ekki mikið um fjölbreytnina á þessum bæ ;o)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl aftur fjölskylda

- Til hamingju með litla barnið ykkar -
Okkur var nú farið að gruna þetta snemma í vor svo var þessu laumað að okkur en við kjöftum auðvitað ekki leyndarmálum ;)

Við erum sammála því að við þurfum að hittast fljótlega - það verður fjör.

Kv. frá Seyðifirði

Símon, Ásta og drengirnir