Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

21.10.06

Fæðingarsaga Sunnu

Fæðingarsaga Sunnu

Við Logi fórum uppá fæðingardeild bara til að láta tékka á stöðunni.. Ég var búin að vera með smá seiðing í bumbunni. Amma og afi voru auðvitað kölluð til til að passa Bjart sem var sofnaður þegar þau komu, enda klukkan að verða ellefu.

Ég var sett í mónitor og vorum við bara sallaróleg... alveg á leiðinni heim aftur því verkirnir voru svo sem engir. Svo heyrðum við líka í konu fæða og þegar það gerðist þegar Bjartur var á leiðinni datt allt saman niður hjá mér...

Ljósmóðirin vildi nú samt tékka á útvíkkun svona til öryggis. Þá var mín bara komin með 7 í útvíkkun og ljóst að við vorum alls ekkert á leiðinni heim! Við fengum að fara inná herbergi í Hreiðrinu þar sem er stórt baðkar. Það var fyllt með vatni og ég skellti mér ofaní. Smám saman fóru verkirnir að ágerast og glaðloftið sogað með áfergju! Stuttu seinna kom rembingurinn, Sunna skaust í heiminn og flaut upp í mömmufang.. öskrandi eins og lítil kría. Yndislega falleg með mikið og svart hár. 2825gr og 49 cm.

Þannig var sú stutta saga... þetta tók svo stuttan tíma. Komum á fæðingardeildina um 23:00 og daman var fædd kl. 01:33.

Engin ummæli: