Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

2.10.06

Bjartur svín

Mamma og Bjartur sátu við eldhúsborðið að púsla. Allt í einu fer Bjartur að reyna að rýta eins og svín með tilheyrandi hljóðum og innsogum. (Svoldið erfitt að vita hvort hljóðið eigi að koma þegar maður andar inn eða út). Loksins tókst þetta hjá honum og þá sagði hann hissa en stoltur: Mamma! Það kom svín útúr munninum á mér!!

Engin ummæli: