Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

8.10.06

Styttist í litla barnið

Jæja góðir hálsar.
Nú er sko undirbúningurinn í hámarki... Ég bíð spenntur eftir litla barninu okkar og hlakka svo til að sýna því hvað ég er duglegur að púsla og spila bandý og allt annað sem ég kann. Mamma er búin að ná í vöggu, pabbi er búinn að mála rimlarúmið, ég er búinn að kaupa fínt til þess að setja inní rúmið og ég á bara eftir að kaupa kodda fyrir krílið- það er algjört möst í mínum huga, eins og þið vitið;o)
Mamma segir að bráðum verðum við að þvo öll litlu fötin og raða þeim í kommóðuna en ég get ekki beðið- skil ekki eftir hverju við erum að bíða og setti öll litlu fötin bara sjálfur í þvottavélina!! Maður þarf að gera allt sjálfur á þessu heimili til þess að hlutirnir gerist. Dugar ekki að vera að slóra við þetta!

Annars er ég bara voða duglegur alla daga- fer á leikskólann og skemmti mér. Er alltaf að læra ný og ný lög sem ég syng heima- ekki í leikskólanum.... maður er ekkert að opna sig of mikið ennþá eða að trana sér eitthvað alltof mikið fram ;o)

Svala stóra frænka mín átti afmæli 5.okt. og hélt uppá það fyrir mig í dag. Við mamma og pabbi og litla barnið (það fylgir alltaf með og ég gleymi aldrei að nefna það líka) fórum í góða veislu. Ég fékk vöfflur og bleika köku og lék mér með barbiedótið hennar Svölu.
Í gær fór ég í Haukahúsið. Þangað fer ég alltaf á laugardögum með afa. Ef afi kemst ekki með mér koma mamma og pabbi. Þar er sko gaman að príla og hoppa og leika sér! En ég fæst samt ekki til að segja að Haukar séu bestir... en ég er bara að stríða liðinu og segi alltaf HUGINN þegar ég er spurður hverjir séu bestir. Hehehehehe og allir verða voða svekktir (nema pabbi auðvitað).

Jæja.. það er víst til fullt af ææææðislegum myndum af mér. Pabbi þarf bara að setja þær á myndasíðuna mína... og hann gerir það á eftir;o) (Þá verður Helgamma glöð)

Sjáumst!

P.s. pabbi er búinn að setja inn myndirnar :) Bumbumyndir og full af myndum af mér ;)

Engin ummæli: