Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

31.10.06

Stórfjölskyldan

Jæja, þá er litla systir mætt á svæðið. Aðfaranótt föstudagsins fór mamma að finna fyrir vægum seiðing en bara hress á föstudeginum. Fyrir miðnætti skuppu mamma og pabbi uppá Hreiður til að ath. hver staðan væri og tæpum 3 tímum seinna var litla systir komin í heiminn kl. 1:33 þann 21. október 2006. Þegar ég vaknaði voru amma&afi í mömmu&pabba rúmi og ég skildi ekki neitt í fyrstu en fékk svo að heyra fréttirnar. Afi fór með mig í íþróttir í Haukahúsinu og svo fórum við að hitta systur( og ma&pa ). Systa er voða lítil og öllum finnst ég vera rosalega stór =) Við pabbi fórum og versluðum barnabílstól og svo fórum við heim af fæðingardeildinni.
Það er búið að vera mikið að gera þessa fyrstu viku heima fyrir. Ég er alltaf í vinnunni( leikskólanum ) og við pabbi erum búinir að vera mjög duglegir að leika okkur þegar ég er búinn í vinnunni, en hann er heima þessa dagana. Erum búnir að fara út að hjóla í körfubolta, henda steinum í Hvaleyrarvatn og tromma á trommusettið hans Sigga uppí æfingarhúsnæðinu hans pabba.
Ég er líka rooosalega góður við systu. Passa alltaf að svo hendurnar áður en ég greiði henni með puttunum og stundum fæ ég að sitja með henni =) Við erum búin að fá fullt af fólki í heimsókn og það er búið að vera rosalega gaman. Nú reynum við að vera duglegri að skrifa hvað við gerum af okkur...en ég á víst ekki þessa dagbók einn lengur :)
-Bjartur og co.

Engin ummæli: