Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

2.10.06

Stafurinn hans Bjarts

Fjölskyldan fór á rúntinn á sunnudaginn. Bjartur var í svaka góðu skapi og samkjaftaði ekki. Alltaf þegar hann sá stafinn sinn hrópaði hann: Þarna er stafurinn hans Bjarts! Hann heitir bé!
Svona gekk þetta framhjá Bónus, BYKO og fleiri fyrirtækjum.... alla leið inní Reykjavík.
Hjá einhverri bílabúðinni segir Bjartur: Þarna er stafurinn hans Bjarts! BÉ!
Þá segir mamma: Þú ert alveg í essinu þínu bara!
Bjartur: Nei, ég á BÉ!!

Það er ekki að spyrja að gáfunum;o)

Engin ummæli: