Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

2.10.06

Bjartur ruglaður í nöfnum og lýsingarorðum og nafnorðum...

Pabbi var að spila á Bandýmóti í Keflavík. Mamma og Bjartur ætluðu að keyra þangað og horfa á einn leik. Á leiðinni segir mamma: ,,Nú ætlum við að fara að horfa á pabba spila bandý".
Bjartur: ,,Já. Kannski sjáum við líka tunglið!" (Alltíeinu mikill áhugi á tunglinu)
Mamma: ,,Nei, tunglið kemur bara þegar það er nótt. Nú er dagur og bjart úti".
Bjartur: ,,HA???!!!"
Okkar maður ekki alveg að skilja... Dagur (frændi) og Bjartur úti??? Hvað er kellan að meina?

Engin ummæli: