Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

25.4.13

hárígræðsla?

Sindri er mikið fyrir að fikta í hári. Ef ekki sínu eigin, þá mömmunnar. Stundum gerir hann fast, snýr vel uppá lokka og svona. Óhjákvæmilega verður hárlos við þetta fikt. Nokkur hár höfðu dottið á hvítt lakið í rúminu einn morguninn. Þá heyrist í honum:"oh... Sindi kémma!" (Sindri skemma)
Tekur hann svo hárin og reynir að festa þau við kolluna á mömmunni aftur. ;o)

Engin ummæli: