Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

25.4.13

Gamla konan

Dagný var að setja hárið á sér yfir hárið á mömmunni og segir:"Nú ert þú með ljóst hár!"
Mamman segir:"Já, þegar ég var lítil eins og þú þá var ég með ljóst hár. Ég þarf nú að sýna ykkur myndir af mér þegar ég var lítil".
Bjartur heyrir þetta og segir:"Vá ég nenni ekki að sjá þær myndir. Þær eru ekki einu sinni í lit!"
Mamman:"What?! Víst. Hvað heldurðu eiginlega að ég sé gömul?"
Bjartur:"Þú ert steingervingur!" skellihlæjandi.
Mamman þykist vera agalega móðguð...
Eftir smá stund segir Bjartur:"Hæ Eva".
Mamman: "Eva?"
Bjartur:"já, Adam og Eva!"

Engin ummæli: