Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

25.4.13

Þessi tunga! ....eða: þessi mamma!

Dagný var óþekk. Tók spöng af systur sinni sem var á leiðinni í afmæli. Mamman skipti sér af og segir Miss D að hún megi ekki taka af Sunnu... Þá rekur sú stutta út úr sér tunguna. Mamman skellir henni þá samstundis inní herbergi:"það má ekki ulla á mömmu sína. Komdu fram þegar þú ert tilbúin!"
Miss D er ekki á því að vera eitthvað að skammast sín inní herbergi og vill ekki segja fyrirgefðu þegar hún er beðin um það.
Mamma:"Dæs... Dagný. Maður má ekki ulla á mömmu sína. Það er dónalegt og mömmur verða bara reiðar þegar krakkar ulla á þær".
Dagný:"Sko. Ég var ekkert að ulla á ÞIG. Ég var að reyna að ulla framhjá þér. ÞÚ áttir bara að færa þig!"
Vesen er þetta... maður er bara alltaf fyrir! ;o)
Við höfum áður lent í því að Dagný þurfti skyndilega að viðra tunguna... bara misskilningur hjá mömmunni að taka því sem "ulli"....

Engin ummæli: