Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

11.10.08

Fæðingarsaga Dagnýjar

Ég vaknaði við smá verk klukkan 5 um nóttina. Það leið langt á milli, um 15-20 mínútur, og ekki slæmir verkir. Ýtti nú samt við Loga... sagði að það gæti eitthvað verið að gerast. Mig langaði allavega að fara inná Hreiður því mig grunaði að þessi fæðing yrði hröð eins og Sunnu fæðing. Klukkan 5 mín. í 6 hrindi Logi í mömmu og pabba og sagði að þau yrðu að koma og passa krakkana. Klukkan korter yfir 6 var ég orðin verulega stressuð því allt í einu var orðið svo stutt á milli hríða og sóttin að snarversna og mamma og pabbi ekki komin. Þau komu þó stuttu seinna og þá var brunað af stað. Við fórum yfir á 2-3 rauðum ljósum og ég farin að halda í mér- vildi ekki eiga barnið í bílnum.

Við komum inná Hreiður 6:40. Þar tók Nína ljósmóðir á móti okkur, við fórum inná sömu fæðingarstofu og þegar Sunna fæddist, ég var skoðuð, útvíkkun var lokið þannig að ég hoppaði ofan í baðið og Dagný fæddist 7:25. Kom syndandi upp í mömmufang alveg eins og stóra systir hafði gert. Fullkomin og falleg með svart hár.

2935gr. og 49.5 cm.

Þannig var sú stutta saga... þetta tók ennþá styttri tíma í þetta sinn. Komum á Hreiðrið kl. 6:40 og daman fæddist kl. 7:25.

Engin ummæli: