Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

8.8.10

Dýr eða dýr?

Nú þegar Bjartur fer ekki lengur með okkur mæðgum í leikskólann fylgjum við honum niðrí skóla á leikjanámskeiðið... svona þegar pabbi getur ekki farið með honum. Á leiðinni þangað síðast fórum við framhjá voða flottu einbýlishúsi með flottum palli fyrir utan. Þá segir Sunna:,,Þarna er heitapottur."
Mamma:,,Já, er það?"
S:,,Já því það er pallur."
Þá segir Bjartur:,,Mamma, er þetta dýra húsið?" (Raðhús sem við skoðuðum einhvern tímann í þessari fasteignaleit okkar, og var með potti á pallinum)
M:,,Nei."
S:,,Jú, ef maður setur dýr inní það!"

Engin ummæli: