Ég ætla að óska "Hengömmu" til hamingju með afmælið í gær! Við töluðum reyndar saman í símann í gær- ég lá uppí rúmi í símanum við hana, alveg eins og ekta unglingur.... nema ég er ennþá í rimlarúmi hehe. Ég á samt stórustrákasæng núna! Með Dipsý og Pó sængurveri!! Massa flott sko. Bráðum fæ ég svo stórustrákarúm- kannski í sumar... eða þegar litla barnið fæðist. Ég er aðeins að sætta mig við litla barnið í bumbunni.... er að átta mig á þessu.... Ég er nefnilega búinn að heimsækja hana Ásthildi Elvu, frænku mína, aðeins- og hún er svo pínulítil að ég sé alveg fyrir mér að mamma sé með svona lítið barn í maganum. En ég Á samt hana mömmu ennþá. ALEINN. Bara svona svo það sé á hreinu!
Það sem ég er búinn að vera að gera undanfarið... Það sama og venjulega svo sem: Hitta vini og vandamenn. Fór í heimsókn til vinar míns, hans Óðins Braga og við drógum foreldra okkar í sund- það var æðislega gaman. Við ætlum pottþétt að gera það aftur, sérstaklega af því að Palli (pabbi hans ÓB) er alveg æstur í að vera í sundi! ;o) já já já..
Við mamma fórum í Eurovisionpartý til Lilju, Tóta, Svölu Birnu og Ásthildar Elvu. Grilluðum saman og höfðum það huggulegt. Mér fannst gaman að sjá skrímslin syngja í sjónvarpinu. Ég er líka algjör söngfugl! Syng allan liðlangan daginn- mamma er svona mismikið í stuði til að hlusta á mig. Afi kenndi mér nefnilega að syngja ljótt- með svona ljótukarlarödd. Hehehehe þá verður mamma svo hrædd og mér finnst það æði því þá þarf ég að hugga hana og "kúsa"- fæ aldrei nóg að því að kyssa og knúsa mömmu mína. Ef hún verður ekki nógu hrædd segi ég:,,Gráttu"! Fæ eitthvað útúr því að snúa við huggunarhlutverkinu...
Svo vil ég afsaka þessa foreldra mína og myndaleysið- maður hálfskammast sín fyrir þetta lið....
22.5.06
Bjartur stóri bróðir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli