Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

2.6.06

Karlrembutaktar

Þegar Bjartur er að leika sér með kubbakallana og kubbakonurnar virkar ekki að skíra þeim einhverjum nöfnum. Þannig að þegar hann leikur sér heyrist: Komdu kona!, Keyrðu kona! Kona? Komdu kona? Alveg eins og lítið karlrembusvín, án þess að hann geri sér grein fyrir því.
Svo eru tveir gráhærðir kubbakarlar. Þeir eru báðir afi, einn gamli afi og hinn bara afi- hvers vegna vitum við ekki alveg...Væri gaman að komast inní hugann á honum stundum.

Engin ummæli: